Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 08:50

Veturinn hefir farið eftir áætlun hjá Lee Westwood – hann ætlar sér góða hluti á Omega Dubai Desert Classic

Lee Westwood er ákveðinn í að standa sig vel á Omega Dubai Desert Classic 2013, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og hófst í dag. Hann hefir nú lokið 1. hring og byrjar ágætlega er á 67 höggum eftir 1. dag.

Hinn 39 ára, nr. 8 í heiminum státar af árangri í Emirates golfklúbbnum sem fáir aðrir: hann hefir 3 sinnum orðið í 2. sæti og á allt í allt 7 topp-10 árangra, en þó að hann hafi tekið 19 sinnum þátt í mótinu á hann enn eftir að sigra í því

Westwood, sem fluttist til Flórída í lok árs hefir að undanförnu verið að æfa sig í sólinni, sem er velkomið eftir rigningar og snjó á Englandi.

Lee Westwood er þekktur fyrir að byrja keppnistímabilin illa, en er vel undirbúinn núna og á því að brjóta hefðina, sbr.:

„Ég hef spilað miklu meira í vetur en ég geri venjulega,“ sagði hann. „Ég er ekkert ryðgaður.“

„Aðalástæðan fyrir flutningunum til Flórída var að geta spila meira golf en ég myndi gera venjulega þegar ég er heima (á Englandi) í veðrinu þar.“

„Í síðustu viku var ég í stuttbuxum og var að spila við Luke (Donald).“

„Þegar ég bjó í Englandi, lauk ég alltaf keppnistímabilunum á því að pakka niður kylfurnar og koma síðan tilbaka að reyna að eltast við 1. sætið.“

„Stutta spilið mitt hefir batnað eftir flutningana, sérstaklega púttin.“

Westwood hefir verið nálægt því að sigra á Majlis golfvellinum nokkrum sinnum og viðurkennir að sig langi til þess að sér gangi betur.

„Ég hefði átt að vinna umspilið gegn Miguel (Angel Jiménez)  2010,og svo á síðasta ári varð ég bara að fá fugl til þess að ná umspili við Rafa (Cabrera-Bello) en glutraði því niður, þannig að ég hef látið nokkur góð tækifæri mér úr greipum ganga,” sagði hannn.

„Þetta er svo sannarlega mót sem ég myndi vilja vinna. Ég hef komið hingað ár eftir ár, að 1994 undanskyldu og ferillinn er góður. Þannig að vonandi spila ég vel í vikunni eins og ég hef spilað á sl. árum og á tækifæri aftur og vonandi klára ég dæmið. Mér finnst ég eiga tækifæri á sunnudaginn.“

Þó þetta sé ekki einn af lengstu golfvöllunum á dagskrá Evrópumótaraðarinnar þá telur Lee að völlurinn henti þeim högglengri.“ Lee sagði: „Horfið bara að sigurvegara síðustu ára og þeir eru ekki höggstuttir:  – Rory (McIlroy), Alvaro Quiros, Henrik Stenson og Tiger (Woods).

„Þetta er völlur þar sem undirlagið er sandur þannig að maður fær ekki mikið rúll á höggin sín. Það hjálpar svo sannarlega að ná inn í 2 á par-5unum.  Mér líkar það að hann (völlurinn) verðlauni góðan, stöðugan leik.“

„Ef þið eruð að slá góð, sólíd högg, eigið þið tækifæri. Þetta er gott próf á golfleik viðkomandi, sem er líklega ástæðan fyrir að sigurvegararnir hafa verið góðir.“

Omega Dubai Desert Classic er síðasta mót Evrópumótaraðarinnar í Mið-austurlöndum í bili á keppnistímabilinu.

Heimild: The Journal