Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 08:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (2. grein af 10)

Fyrsta regla Dave Stocktons gengur út á að taka eigi ákveðna púttstroku, fljótt og ekki hanga yfir boltanum. Ekki eigi að reyna að pútta, heldur útfærið púttið!

 Til þess að útskýra fyrstu regluna notar Stockton dæmisögu úr eiginn reynsluheimi:

„Þegar ég stóð frammi fyrir 5 metra pútti til þess að sigra á PGA Championship risamótinu 1976, þá var tíminn sem ég tók til þess að framkvæma púttið nokkuð sem kom fólki á óvart. Í staðinn fyrir að hanga yfir púttinu, tók ég mér minni tíma en venjulega — 15 sekúndur allt í allt. En ég var ekki að flýta mér. Ég vissi bara að ef ég myndi hanga um of yfir púttinu og sjá í huga mér fyrir hversu mikilvægt það væri að setja það niður myndu líkurnar á að ég setti það niður minnka mikið.“

Á því andartakið sem þið reynið að setja niður pútt, munið þið missa það. Meðvitað átak hjálpar ekki. Gerið þessa tilraun: Náið í pappír og penna og skrifið undirskriftina ykkar. Skrifið nú nafn ykkar í annað sinn og reynið að endurtaka fyrri undirskrift nákvæmlega. Líkur eru á að ykkur muni mistakast, því í staðinn fyrir að skrifa hana sjálfkrafa eru þið nú í meðvituðu átaki að vanda ykkur. Nálgun ykkar við að setja niður 2 metra pútt ætti að vera eins og þegar þið ritið undirskrift ykkar: Gerið það snöggt og látið undirmeðvitundina stjórna.