Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 07:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (1. grein af 10)

Nú þegar veður er vont hér á Íslandi og margir geta ekki iðkað uppáhaldsíþróttina nema innandyra er mikið um að klúbbar haldi púttmót bæði almenn, eða sérstök fyrir unglinga, konur og karla. Golf1 hefir fært lesendum sínum fréttir af úrslitum púttmóta í stærstu klúbbunum og ef fleiri klúbbar eru með púttmót er um að gera að hafa samband á golf1@golf1.is og við hér á Golf1 munum birta niðurstöðurnar!

Í ljósi þess að hundruðir íslenskra kylfinga eru nú innandyra að æfa púttstrokuna ætlar Golf1 hér á næstu dögum að birta 10 reglur púttsnillingsins, golfkennarans og fyrrum PGA Tour leikmannsins Dave Stockton. Hér er fyrst almennt yfirlit yfir reglurnar 10, en á næstu dögum verður hver regla útfærð nánar.

1. Takið ákveðna púttstroku, fljótt, hangið ekki yfir boltanum – ekki reyna að pútta, framkvæmið!

2. Hugsið meira um hraðann en púttlínuna.

3. Ekkert endilega hugsa um að pútta beint.

4. Þið hafið tekið púttið. Hugsið jákvætt í þátíð.

5. Ímyndið ykkur að þið séuð að mála með pensli þegar þið púttið en ekki að reka niður nagla með hamri – tilhneigingin er að kylfingar „push-i“ þ.e. ýti púttin sín.

6. Slakið á – ekki ofhugsa hlutina.

7. Hafið augun yfir golfkúlunni (eflaust eitt af því fyrsta sem golfkennarinn ykkar hefir kennt ykkur í golftíma!)

8. Einbeitið ykkur að fyrstu cm púttlínunnar.

9. Gleymið slæmum flötum!

10. Takið leiðbeiningum ekki illa!!!