Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 10:00

PGA: Blake Adams ekki með á 2013 keppnistímabilinu – gekkst undir mjaðmaraðgerð í gær

Blake Adams er 37 ára kylfingur sem spilar á PGA. Hann hefir átt nokkur keppnistímabil þar sem heildarvinningsfjárhæðin hefir farið yfir 7 stafa markið.  Keppnistímabilið 2013 leit út fyrir að ætla að verða Adams gott ….. en ekki lengur.

Adams gekkst undir mjaðmaruppskurð í gær í Vail, Colorado og það lítur út fyrir að hann muni þurfa að vera á hækjum í 2-8 vikur og síðan í endurhæfingu eftir það.

Óljóst er hversu mikið Adams missir af 2013 keppnistímabilinu, en svo gæti farið að hann verði af öllu tímabilinu.

Umboðsmaður Adams, Alan Bullington hjá 1 Degree Sports Management, sagði að Adams sneri e.t.v. ekki aftur til keppni fyrr en 2013-14 keppnistímabilið byrjar í október.

Það var Marc J. Philippon, sem skar Adams upp en hann hafði áður framkvæmt samskonar aðgerð á Brandt Snedeker.