Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 18:00

The Clicking of Cuthbert 7. saga: Langa brautin

Hér fer 7. sunnudagsgolfsmásagan af 10 eftir enska gamanhöfundinn P G Wodehouse. Þessi heitir „Langa brautin.“

Ungi maðurinn tróð í pípu sína bitur og sagði: „Ef það er eitthvað sem mér verður illt af þá eru það golf-lögfræðingar.  Það ætti að banna þeim að spila golf.“

Elsti félaginn hóf hvítar augnbrýr sínar í spurn: „Lögmennska er heiðvirð starfsgrein.  Af hverju ætti að banna þeim sem hana stunda að spila golf?“

„Ég á ekkert við alvöru lögfræðinga,“ sagði ungi maðurinn og biturleikinn fór aðeins dvínandi. „Ég á við þá sem telja bestu kylfuna sína vera golfreglubókina. Þú þekkir þessa tegund manna. Í hvert sinn, sem maður hefir unnið holuna draga þeir fram golfreglubókina 4. mgr. 2. gr. reglu 853 sem segir að þú sért úr leik vegna þess að þú ert með inngróna tánögl!“

Rödd unga mannsins var orðin há og skræk. „Tökum mig sem dæmi. Ég fór í vináttuleik við Hemmingway með ekkert undir og missi járnið mitt í glompuna og hann segir sig hafa unnið holuna vegna þess að fyrir þetta fái ég víti!“

Elsti félaginn hristi höfuðið „Reglur eru reglur og þær verður að virða. En ég var einmitt að hugsa um sögu sem snertir golfreglur og menn að nafni Arthur Jukes og Ralph Bingham. Ég skal segja þér hana.“

Bingham og Jukes voru erkifjendur og ekki batnaði málið þegar báðir urðu ástfangnir af Amöndu Trivett. Fátt var um álitlega menn í bænum, þannig að ef Amanda hugðist giftast var ljóst að hún yrði að velja annan hvorn þeirra Bingham eða Jukes.

Þeir Bingham og Jukes ákveða að spila 1 langa holu í golfi og fá Elsta félagann til þess að telja högg Jukes og Rupert Bailey til að telja skor Bingham. Sá sem tapar verður að flytja úr bænum til þess að hinn fái í friði að stíga í vænginn við Amöndu.

„Langa holan“ var partur af nokkurs konar æði sem gekk um í klúbbnum um að spila óhefðbundna golfleiki.

Spila skyldi frá 1. teig í klúbbhúsinu og að Majestic hótelinu við Royal Square niðri í bæ, alls 16 mílu leið.

Leikurinn hefst á því að Jukes slær gullfallegt högg af 1. teig í átt að hinum enda vallarins þ.e. 17. brautinni en þangað var stefnan tekin.  Bingham vippar bolta sínum um borð í bát og ætlar sér að róa yfir vatnið sem styttir leiðina umtalsvert.  Jukes hreyfir við andmælum, en ekkert í golfreglubókinni segir að ekki megi færa til boltann í hindrun svo framarlega sem boltinn sjálfur er ekki hreyfður og því leyfðu dómararnir þ.e. Elsti félaginn og Rupert Bailey þessu að viðgangast.

Þeir fylgja þeim Bingham og Jukes á hjólum.

Þegar komið er að 17. brautinni er Bingham á 396 höggum en aumingja Jukes á 711. Sá síðarnefndi verður hins vegar glaður þegar hann kemur auga á bifreið á veginum og tekst að vippa bolta sínum í bílinn og borgar ökumanninum 5 pund fyrir að keyra boltanum að Majestic hótel.

Bingham er furðu afslappaður yfir þessu öllu saman og spyr hvernig í ósköpunum Jukes ætli sér að koma boltanum úr bílnum.  „Nú“, svarar Jukes auðvitað með því að opna bíldyrnar!“

Elsti félaginn bendir Jukes hins vegar á að hann megi ekki færa hindrun úr stað – þ.e. opna bílhurðina, það sé gegn golfreglum og þar með muni hann tapa leiknum. Og því lendir Jukes í því niðri í bæ að reyna að slá úr bílnum við mikinn áhorfendaskara sem fylgist með  og er kominn í 1105 högg alveg við dyr Majestic hótelsins þegar Bingham birtist skammt undan þá á 1100 höggum. Jukes var kominn heilri klst. á undan Bingham.

Hvað gerðist? Bingham var jú með svo mikið forskot?  Jú, flökkuhundur greip högg nr. 998 í skoltinn á sér og þeir urðu að fara u.þ.b. mílu aftur.

Allt frekar jafnt þegar Rupert Bailey stingur upp á morgunverði, en hann varð m.a. fyrir því óláni að detta í pytt og er skítugur frá toppi til táar. Þeir þrír sitja að snæðingi þegar Bingham bregður sér frá og hinum verður órótt þannig að þeir fylgja honum út. Þegar út er komið er Bingham búinn að kaupa bílinn og segja bílstjóranum að keyra til Glasgow! … með bolta Jukes enn í!!!

Bingham spyr ungan áhorfenda glaðhlakkalega hvaða kylfu hann eigi að nota til að klára leikinn. Jukes heimtar þá að hann gefi holuna þar sem sá sem spyrji annan en kylfusvein sinn um ráð verði skv. reglum um holukeppni að gefa holuna.

Bingham segir að Jukes hafi þá þegar tapað holukeppninni, þar sem hann hafi ekki leikið boltanum innan 5 mínútna frá þeim stað þar sem hann var á þegar bíllinn stoppaði.

Dómararnir/kylfusveinarnir þ.e. Elsti félaginn og Rupert Bailey segjast ekki getað dæmt um þetta og Bingham og Jukes sjá nú eftir að hafa ekki haft dómarana 3….. þegar Amanda Trivett birtist allt í einu og öllum finnst tilvalið að hún skeri úr um deiluefnið.

Amanda segist ekki þekkja nógu mikið til golfleiksins til þess að geta leyst úr spurningu sem þessari. Rupert Bailey segir þá að áfrýja verði málinu til St. Andrews.

„Ég segi ykkur hins vegar hver gæti hjálpað í þessu efni,“ segir Amanda Trivett.„Kærestinn minn – hann var að koma úr golfferð. Það er þess vegna sem ég er í bænum. Ég hef verið að hitta hann. Hann er mjög góður kylfingur. Hann vann medalíu í Little-Mudbury-in-the-Wold daginn áður en hann fór.“

Það varð dauðaþögn.

Hvorki Bingham né Jukes töldu allt í einu mikilvægt að fá skorið úr um regluna!