Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 11:25

Evróputúrinn: Joburg Open í beinni

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Joburg Open, sem fer fram á Royal Johannesburg & Kensington golfvellinum í Johannesarborg í Suður-Afríku.

Spilað er á tveimur völlur Austur og Vestur-völlunum (ens. East and West).

Margir af bestu kylfingum Suður-Afríku taka þátt og nægir þar að nefna Charl Schwartzel, Richard Sterne, George Coetzee og Thomas Aiken.

Eins taka þátt margir góðir kylfingar af Evróputúrnum menn á borð við Robert Rock og Richard Finch og aðrir góðir s.s.Titleisterfinginn Peter Uihlein sem og norski frændi okkar Espen Kofstad.

Sjá má útsendingu í beinni á netinu frá lokahring Joburg Open með því að SMELLA HÉR:

 Til þess að sjá stöðuna á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: