
ALPG & LET: Lydia Ko vann sögulegan sigur á ISPS Handa NZW Open!
Hin 15 ára Lydia Ko sigraði í morgun á 3. atvinnumannamóti sínu, ISPS Handa NZW Open!!!
Hún hefir ekki mikinn tíma til að hugsa um sigurinn því hún flýgur nú þegar í dag til Ástralíu, því hún á bókaðan æfingahring á Royal Canberra golfvellinum snemma í fyrramálið.
„Ég er spennt fyrir því að taka þátt í Opna ástralska. Þetta er annað LPGA mót og er ansi spennandi. Ég verð bara að róa sjálfa mig svolítið og byrja fersk í næstu viku,“ sagði Ko.
Hún hefir allan rétt í heiminum að vera glöð og svolítið upp í loft eftir að hafa sett niður 1 meters pútt á lokaholunni en þar með varð hún fyrsti Ný-Sjálendingurinn til þess að sigra á New Zealand Women’s Open og sú yngsta til að sigra í móti sem er samstarfsverkefni ALPG og LET.
Þegar hún tók við sigurlaununum, fyrir 3. sigurinn í atvinnumannamótum af aðeins 12 sem hún hefir tekið þátt í, rúlluðu tárin niður kinnar Ko.
„Ég grét ekkert á Canadian Open, þannig að ég veit ekki af hverju ég grét hér,“ sagði Ko eftir sigurinn og brosti. „Ég geri ráð fyrir að þessi sigur hafi bara miklu meiri þýðingu fyrir mig. Þetta er mótið okkar (Ný-Sjálendinga). Ég er ekki sú manngerð sem er mikið fyrir að sýna tilfinningar, en ég gat bara ekki leynt tárunum þarna.“
Ko telur sigurinn á NZ Open sætastan á stuttum og mjög flottum ferli sínum: „Þessi sigur er toppurinn. Þetta er mótið hér heima og ég er búin að vera svo nálægt því að sigra s.l. 3 ár. Þessi sigur toppar allt. En sigrarnir á New South Wales Open og Canadian Open voru frábærir líka.“
Hún er fyrsti sigurvegari frá Nýja-Sjálandi frá því að mótinu var hleypt af stokkunum árið 2009 og sló aldursmet Amy Yang frá Suður-Kóreu, sem var 16 ára, 6 mánaða og 8 daga þegar hún vann ANZ Ladies Masters í Ástralíu, þá líka áhugamaður árið 2006. Ko er 15 ára, 8 mánaða og 17 daga gömul.
Ko er aðeins 3. áhugakvenkylfingurinn, sem tekist hefir að sigra á LET móti; þær sem gerðu það á undan henni voru Gillian Stewart (árið 1984 í IBM European Open á Belfry) og Amy Yang (árið 2006 í ANZ Ladies Masters).
„Þetta hefir mikla þýðingu og það er enn sérstakara að vera fyrsti Ný-Sjálendingurinn til að vinna Women´s Open. Það er alltaf sérstakt að gera eitthvað sögulegt. Þetta er víst sögulegt aftur.“
Og svona í lokin Lydia Ko, 15 ára, sigraði á skori upp á samtals 10 undir pari, 206 höggum (70 68 68). Hún vann Amelíu Lewis frá Bandaríkjunum með 1 höggi, en Amelía var á samtals 9 undir pari, 207 höggum (73 68 66). Stacey Keating frá Ástralíu var í 3. sæti á samtals 8 undir pari, 208 höggum og sú sem leiddi með Ko fyrir lokadaginn Seon Woo Bae frá Suður-Kóreu hafnaði í 4. sæti á samtals 7 undir pari, 209 höggum (74 64 71) og náði ekki að fylgja eftir frábærum hring gærdagsins þegar hún setti nýtt vallarmet á Clearwater vellinum.
En sigurvegari dagsins er frábæri framtíðarkylfingurinn, hin unga 15 ára Lydia Ko!!!
Til þess að sjá úrslitin í NZW Open SMELLIÐ HÉR:
PS: Þess mætti að síðustu geta að sigurinn ber upp á afmælisdag mikils átrúnaðargoðs Lydiu Ko, Lexi Thompson, sem líka er þekkt fyrir frama ung að árum og að slá aldursmet, en hún sló m.a. aldursmet á Navistar Classic 2011 þegar hún varð yngst til að hafa sigrað á LPGA móti 16 ára, 7 mánaða og 8 daga ung – það met var síðan slegið af Lydiu Ko, sem var 15 ára og 4 mánaða og 2 daga þegar hún sigraði á CN Canadian Open 26. ágúst 2012. Lexi var yngst til að hafa sigrað á LET þegar hún vann Dubai Ladies Masters, 17. desember 2011 þá 16 ára 10 mánaða og 7 daga gömul; ljóst er að Ko hefir tekið það met af Lexi á afmælisdegi þeirrar síðarnefndu, en Lexi er 18 ára í dag – og því loksins orðin lögleg á LPGA!
Þess mætti að allra síðustu geta að Ko átti aldursmetið fyrir að vera yngsti kylfingur hvort heldur er karl eða kven- til þess að sigra á atvinnumannamóti, en það met setti hún þegar hún vann Bing Lee/Samsung Women’s NSW Open á ALPG mótaröðinni, 29. janúar 2012. Hún var aðeins 14 ára 9 mánaða og 5 daga ung þá. Það met Ko stendur ekki enn því það var slegið af kanadískri stúlku Brooke Henderson, sem vann 2. mótið á kanadísku kvenmótaröðinni 2012 aðeins 14 ára 9 mánaða og 3 daga ung og bætti fyrra met Ko um 2 daga.
Sjá fyrri grein Golf1 um aldursmet á ýmsum mótaröðum með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024