Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björns og Sunna Víðis hefja leik á Kiawah Island Intercollegiate í dag

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hefja leik á risamótinu Kiawah Island Intercollegiate á Kiawah Island í Suður-Karólínu í dag.  Þetta er 3 daga mót sem stendur 3.-5. mars.

Þátt taka 5 manna golflið frá 32 háskólum eða u.þ.b. 160 kylfingar.  Spilað er á golfvöllunum í Oak Point Golf Club & Cougar Point, en vellirnir eru hluti Kiawah Islands Golf Resort, sjá nánar með því að SMELLA HÉR: 

Sunnu hefir gengið vel það sem af er keppnistímabilinu en hún sigraði á fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu í síðustu viku þ.e. HPU Classic, sem fram fór  á golfvelli Willow Creek CC í High Point,  Norður-Karólínu.

Sunna Víðisdóttir. Mynd: Golf 1

Sunna Víðisdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Þetta er fyrsta mót Berglindar á þessu keppnistímabili.

Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans

Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans

Fylgjast má með gengi Berglindar og Sunnu með því að SMELLA HÉR: