Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 18:30

Evróputúrinn & Sólskinstúrinn: Coetzee, Fichardt, Tullo og Van Der Walt, í forystu fyrir lokahringinn á Tshwane Open

Það eru fjórmenningarnir George Coetzee, Darren Fichardt, og Dawie Van Der Walt frá Suður-Afríku og Mark Tullo frá Chile,  sem leiða fyrir lokahringinn á Tchwane Open, sem fram fer í Copperleaf Golf & Country Club Estate.

Allir eru þeir búnir að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum; Coetzee (6765 68); Fichardt (65 71 64); Van Der Walt (68 65 67) og Tullo (67 66 67).

Enn einn heimamaðurinn Louis De Jager er á 5. sæti, á 15 undir pari, 201 höggi (71 65 65).

Titleist erfinginn bandaríski Peter Uihlein er einn í 6. sæti á samtals 14 undir pari, 202 höggum (68 66 68) og David Howell er í 6. sæti 1 höggi á eftir.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: