Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2013 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Jia Yun Li – (16. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Þar af voru 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, þær: Cathryn BristowLaura JansoneHolly ClyburnJia Yun LiMelanie Mätzler og Margarita Ramos. Melanie Mätzler og Margarita Ramos hafa þegar verið  kynntar en í kvöld er það Jia Yun Li sem við kynnum…..

Áður en kynningin hefst er e.t.v. rétt að geta skemmtilegs viðtals LET við Li sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Fullt nafn: Jia Yun Li.

Ríkisfang: kínversk. 

Jia Yun Li

Jia Yun Li

Fæðingardagur:   29. ágúst 1988 (24 ára).

Gerðist atvinnumaður: 2011.

Hæð: 157 cm.

Hárlitur: svartur.

Augnlitur: svartur.

Byrjaði í golfi: 12 ára.

Áhugamál: Að búa til mat.

Núverandi heimilisfang: Guangzhou, Kína.

Hápunktar á áhugamannsferli: kínverskur meistari áhugamanna 2009, vann silfurmedalíu 2010 á Asian games.

Hápunktar ferilsins: Sigraði á LPGA Beijing stage 2011.

Staða á Lalla Aicha Tour School árið 2013: T-25.