Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2013 | 17:30

Evróputúrinn: Siem leiðir enn

Þjóðverjinn Marcel Siem, heldur enn forystunni á Hassan II Golf Trophée mótinu í Marokkó eftir 3. mótsdag; er búinn að spila á samtals 15 undir pari 201 höggi  (64 68 69). Með þessu heldur Siem í vonina um að fá að spila á The Masters risamótinu.

Siem hefir 4 högga forystu á þá sem deila 2. sætinu Spánverjann Pablo Larrazábal, Englendinginn David Horsey og Finnann Mikka Ilonen, sem eru búnir að spila á 11 undir pari, 205 höggum, hver.

Í 5. sæti er síðan Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, sem er á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Hassan II Golf Trophée SMELLIÐ HÉR: