Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2013 | 17:00

LET: Charley Hull leiðir í Marokkó

Charley Hull leiðir fyrir lokahringinn á Lalla Meryem Cup á samtals 11 undir pari, 202 höggum (68 70 64).  Hull átti frábæran hring upp á 7 undir pari, 64 högg í dag, sem færði hana upp í 1. sætið!

Í 2. sæti er forystukona gærdagsins Ariya Jutanugarn, einu höggi á eftir Charley, á samtals 10 undir pari, 203 höggum (69 67 67).

Þriðja sætinu deila 3 kylfingar: nýliðinn Katie Burnett, Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku og Beth Allen frá Bandaríkjunum, á samtals 8 undir pari.

Líkt og í gær deila golfdrottningin Laura Davies og fyrrverandi W-7 módelið Mikaela Parmlid á samtals 5 undir pari, 208 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Lalla Meryem Cup fyrir lokadaginn SMELLIÐ HÉR: