Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2013 | 21:30

Ólafur Björn hlaut $965 í verðlaunafé

Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk í dag leik á The Championship at St. James, en mótið er hluti af eGolf mótaröðinni. Mótið fór fram dagana 27.-30. mars í Reserve Club at St. James í Southport, Norður-Karólínu.

Ólafur Björn lauk leik á samtals 13 yfir pari, 301 höggi (73 74 75 79) og lauk keppni T-49, þ.e. deildi 49. sætinu með Englendingnum Daniel Gavins.

Ólafur Björn  hlaut $965 í verðlaunafé sem er u.þ.b. kr. 120.000,-

Til þess að sjá úrslitin á The Championship at St. James SMELLIÐ HÉR: