Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2013 | 22:15

PGA: Cink og Haas efstir

Það eru þeir Stewart Cink og Bill Haas sem leiða fyrir lokahring Shell Houston Open, sem fram fer á Redstone golfvellinum í bænum Humble, sem er rétt hjá Houston, Texas.

Þeir eru báðir búnir að spila á samtals 11 undir pari, 204 höggum; Cink (71 66 68) og Haas (68 70 67).

Þriðja sætinu deila 4 kylfingar; grínistinn og Golf boys-inn Ben Crane, forystumenn á mótinu undanfarna 2 daga: DA Points og Steve Wheatcroft og síðan Jason Kokrak. Allir eru þeir aðeins eru 1 höggi á eftir forystumönnunum, Cink og Haas þannig að það stefnir í geysispennandi keppni á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Shell Houston SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Shell Houston SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á Shell Houston sem John Rollins átti SMELLIÐ HÉR: