Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2013 | 20:30

GÞH: Baldur og Ragnar sigruðu í Páskamóti Hellishóla

16 kylfingar tóku þátt í Texas Scramble Páskamóti á Hellihólum í Fljótshlíð núna í dag,  laugardaginn 30. mars 2013.

Verðrið var frábært og sól í heiði. Vorið er svo sannarlega komið í Fljótshlíðinni!

Verðlaunaafhending var kl: 19:45, en þá var einnig happy hour á barnum á undan glæsilegum kvöldverði.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

1. sæti Baldur Baldursson, GÞH og  Ragnar Borgþórsson, GÞH. Þeir hlutu í verðlaun hjónagjald í golfklúbb Hellishóla 2013 að verðmæti 50.000.

2. sæti Ólafur Jakob Lúðvíksson, GÞH og  Björn Pálsson, GÞH. Þeir hlutu í verðlaun  gistingu í nýja gistiheimili Hellishóla og kvöldverð fyrir tvo, að verðmæti 28.000.

3. sæti Erlingur Snær Loftsson, GHR og Matthías Þorsteinsson, GHR: Þeir hlutu í verðlaun kvölddekur að hætti Hellisbúa.

4. sæti Ívar Harðarson, GÞH og Birgir Rafn Árnason, GV.

5. sæti Jón Rúnar Gíslason, GVS og Kolbeinn Andri Ólafsson, GÞH.

6. sæti Ólafur B. Björnsson, GÞH og Hrefna Sigurðardósttir, GÞH.

7. sæti Guðrún Jónsdóttir, GKJ og Gunnar Kristinn Sigurðsson, GKJ.

8. sæti Sigrid Guðrún Hálfdánardóttir, GÞH og Guðjón Magnússon, GÞH.