Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2013 | 13:45

LPGA: Caroline Masson enn í forystu þegar North Texas LPGA Shootout er hálfnað

Þýski nýliðinn á LPGA, Caroline Masson, heldur forystu þegar North Texas LPGA Shootout er hálfnað.

Forystan er naum, hún á aðeins 1 högg á Carlotu Ciganda frá Spáni.  Samtals er Masson búin að leika á 7 undir pari, 135 höggum (64 71) en Ciganda er búin að spila á 6 undir pari, 136 höggum (66 70).

Þriðja sætinu deila 2 nýliðar Kathleen Ekey og Moriya Jutanugarn og nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park, en allar hafa þær spilað á samtals 5 undir pari, 137 höggum, hver.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru Azahara Munoz, Beatriz Recari, Sandra Gal, Caroline Hedwall og Morgan Pressel.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ HÉR: