Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2013 | 10:00

60 kylfingar héldu í dag í golf- og gleðiferð til Spánar á vegum Golfskálans

Í dag héldu 60 Íslenskir kylfingar á vegum Golfskálans til El Plantio golfstaðarins í Alicante á Spáni, á vegum Golfskálans.

Segir á vefsíðu Golfskálans að þetta verði 5 daga golf- og gleðiferð, en ferðin stendur frá 27. apríl – 4. maí 2013.

Sett verða upp 4 mót og eru heildarvinningar að andvirði um 300.000 krónur.

El Plantio golfstaðurinn er stórskemmtilegur, hótel og íbúðir við staðin nýleg og aðstaða eins og best verður á kosið.

Andrúmsloftið er mjög gott – góð golfverslun er á staðnum og starfsfólk framúrskarandi kurteist og leggur sig fram um að gera ferð allra sem eftirminnilegasta og skemmtilegasta.