Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2013 | 09:00

PGA: Lucas Glover leiðir fyrir lokahringinn á Zurich Classic

Það er bandaríski kylfingurinn Lucas Glover sem heldur forystu í Avondale á TPC Louisiana á Zurich Classic mótinu fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag.

Glover er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (65 67 70).

Öðru sætinu deila Kyle Stanley, Jimmy Walker, Billy Horschel og DA Points, en þeir eru 2 höggum á eftir forystumanni mótsins Lucas Glover, á samtals 12 undir pari, 204 höggum, hver.

Kylfingurinn kínverski, Guan Tianlang, 14 ára, er í 71. og síðasta sæti af þeim sem komust í gegnum niðurskurð en hann átti fremur dapran 3. hring miðað við gengið á the Masters risamótinu og dagana 2 þar á undan á Zurich Classic. Hann spilaði 3. hring á 5 yfir pari, 77 höggum. Þar réði e.t.v. mestu þrefaldur skolli sem hann fékk á 6. braut TPC Louisiana (þ.e. 7 högg á par-4 holu).

Til þess að sjá stöðuna á Zurich Classic eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: