Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2013 | 23:59

Golfgrín á laugardegi

Svona á kosninganótt rifjast upp einn af 3 skurðlæknum sem slappa af eftir erfiða alþjóðlega læknaráðstefnu úti á golfvelli:

Á fyrsta teig segir bandaríski læknirinn starfsbræðrum sínum frá nýjustu framförunum innan læknavísindanna í Bandaríkjunum. „Okkur hefir tekist að fjarlægja stóran hluta skemmdra smáþarma í sjúklingum og setja þess í stað gervivef úr plasti … og rannsóknir sýna að meltingin starfi sem aldrei fyrr og algerlega með eðlilegum hætti, sem kemur hamborgaraætunum okkar sérlega vel“ sagði sá bandaríski brosandi.

„Áhugavert“ segja kollegarnir og hefja leik.  Á öðrum teig segir danski læknirinn „Mestu nýjungarnar hjá okkur eru að okkur hefir tekist að finna upp aðferð til að endurvekja lík, menn sem hafa verið dánir í tvo sólarhringa. Hvað segið þið við því?“

Íslenski læknirinn svarar: „Þetta er ekki neitt! Okkur hefir tekist að fjarlægja heilann úr helmingi þjóðarinnar…. og enginn tekur eftir neinu!“