Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2013 | 07:30

LPGA: Cristie Kerr efst fyrir lokahringinn á Kingsmill mótinu

Það er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Cristie Kerr, sem er í 1. sæti fyrir lokahring Kingsmill mótsins í Williamsburg, Virginíu.

Kerr er samtals búin að spila á 10 undir pari, 203 höggum (66 71 66) og hefir 2 högga forystu á þær sem næstar koma „norsku frænku okkar“ Suzann Pettersen og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Stacy Lewis. Þær eru búnar að spila á samtals 8 undir pari, 205 höggum, hvor.

Í 4. sæti er Angela Stanford á samtals 7 undir pari og í 5. sæti er Ilhee Lee frá Suður-Kóreu á samtals 6 undir pari.

Sjötta sætinu á samtals 5 undir pari, hver, deila 4 kylfingar þ.á.m. núverandi nr. 1 á heimslistanum Inbee Park.

Kingsmill er geysisterkt kvennamót þar sem allir bestu kvenkylfingar heims keppa og stefnir í æsispennandi lokahring í kvöld!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hringinn á Kingsmill mótinu  SMELLIÐ HÉR: