Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2013 | 00:25

PGA: Watney og Mickelson deila 1. sætinu fyrir lokahringinn á Wells Fargo

Það eru þeir Nick Watney og Phil Mickelson sem deila efsta sætinu á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, í Charlotte, Norður-Karólinu, eftir 3. keppnisdag.

Þeir eru báðir búnir að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum; Phil (68 67 73) og Nick (67 70 71).

Í 3. sæti er George McNeill á samtals 7 undir pari 209 höggum og fjórða sætinu deila 6 kylfingar þ.á.m. Lee Westwood og Robert Karlsson, sem allir eru 2 höggum á eftir forystumönnunum.

Rory McIlroy er síðan einn af 5 kylfingum sem deila 10. sætinu 3 höggum á eftir forystumönnunum Phil og Nick.

Eitt fallegasta högg 3. dags á Wells Fargo átti Gary Woodland, þegar hann fékk örn á 18. holuna á Quail Hollow sjá með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: