Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 23:00

Golfgrín á laugardegi

Hér er einn sem erfitt er að þýða á íslensku og verður hann því bara birtur hér á ensku:

Nr. 1

An older couple are playing in the annual club championship. They are playing in a play off hole and it is down to a 6 inch putt that the wife has to make. She takes her stance and her husband can see her trembling. She putts and misses, they lose the match. On the way home in the car her husband is fuming, “ I can’t believe you missed that putt!“ „That putt was no longer than my ‘willy’.“ The wife just looked over at her husband and smiled and said, „yes dear, but it was much harder!“

Nr. 2

Maður nokkur ætlaði að spila eins síns liðs á Pebble Beach, þegar kaddýmasterinn segir að það sér ómögulegt og parar hann með hjónum. Eftir nokkrar holur spyrja hjónin manninn af hverju hann sé að spila svona fallegan völl eins síns liðs?

Hann svarar því til að hann og konan hafi spilað völlinn á hverju ári – í næstum 20 ár – en hún hafi andast á þessu ári og hann hafi haldið rástímanum þeirra og sé þarna til þess að halda minningu hennar á lofti.

Hjón eru nú slegin en konan segir að það sé nú örugglega einhver sem myndi vilja spila með honum.

Maðurinn svaraði: „Já, það hélt ég líka, en þau vildu öll fara í jarðaförina hennar!“

Nr. 3

„Þú hugsar svo mikið um þennan bévítans golfleik að þú manst ekki einu sinni hvenær við giftum okkur,“ nöldrar konan.

Maðurinn: „Jú, það var daginn sem ég sökkti 10 metra púttinu.“

Nr. 4

„Hefur þú heyrt það nýjasta? Það er búið að henda Palla úr klúbbnum!“  „Af hverju?“  „Hann var gripinn glóðvolgur í sandglompunni með ritaranum sínum.“ „Og er það ástæða til að víkja fólki úr golfklúbb?“  „Nei, hann rakaði bara ekki á eftir sér!!!“

Nr. 5

Maður einn fer til spákonu og vill að hún spái um framtíð hans. Spákonan horfir í kristallskúluna sína og segir: „Ég sé sand, vatn og tré. Annaðhvort ertu að fara í frí í sólarlöndum eða þú ert slæmur kylfingur!“