Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 22:45

Ólafur Björn hlaut $1167 í verðlaunafé á Columbia Open

Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk í dag keppni á Columbia Open mótinu í Suður-Karólínu, en mótið er hluti eGolf-mótaraðarinnar.  Spilað var í Columbia CC – Ridgewood/Tall Pines í Suður-Karólínu og má sjá heimasíðu klúbbsins (m.a. myndir af vellinum) með því að SMELLA HÉR: 

Ólafur Björn lék samtals á 1 undir pari, 283 höggum (70 70 72 71).  Hann lauk keppni í 28. sæti og hlaut $ 1.167 í verðlaunafé.

Sigurvegari mótsins varð Tanner Ervin, sem  spilaði  samtals á 16 undir pari, 268 höggum (67 63 67 71).

Til þess að sjá úrslitin á Columbia Open SMELLIÐ HÉR: