Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 22:45

GK: Rúnar náði í gegnum niðurskurð á Irish Amateur Open Championship!

Rúnar Arnórsson, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG taka þátt í Irish Amateur Open Championship mótinu sem fram fer á Royal Dublin á Írlandi. Þátttakendur eru 120. Rúnar spilaði fyrstu 2 hringina á samtals 8 yfir pari 152 höggum (76 76), en erfiðar aðstæður gerðu keppendum erfitt fyrir fyrstu tvo dagana.  Rúnar komst í gegnum niðurskurð!!! Ragnar Már Garðarsson, GKG, náði ekki í gegnum niðurskuðr að þessu sinni; spilaði á 17 yfir pari, 161 höggi (78 83). Sjá má stöðuna eftir 2. dag Irish Amateur Open Championship með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 22:15

NK: Ágúst og Nökkvi sigruðu í Byko vormótinu

Fyrsta alvöru mót sumarsins á Nesvellinum var haldið í dag, laugardaginn 11. maí 2013.  Greinilegt er að félagar í Nesklúbbnum sem og eflaust annarsstaðar eru golfþyrstir þessa dagana því þrátt fyrir ansi fjölbreytt veðurfar á meðan á móti stóð tóku 81 kylfingur þátt í mótinu.  Nesvöllurinn lítur vel út þessa dagana og voru kylfingar almennt mjög ánægðir með ástand vallarins og þá sérstaklega flatirnar. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni ásamt verðlaunum fyrir besta skor án forgjafar.  Í punktakeppninni var það Ágúst Þorsteinsson sem bar sigur úr býtum með 40 punkta en Ágúst var í síðasta ráshópi dagsins og skilaði síðastur allra inn skorkorti í mótinu. Annars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 21:00

Afmælismót GVS – 11. maí 2013

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 20:35

GVS: Guðbjörn og Haraldur sigruðu á afmælismóti GVS – Myndasería

Í dag fór fram afmælismót GVS á Kálfatjarnarvelli.  Þátttakendur voru 41 og 39 luku keppni. Golf 1 var á staðnum og má sjá litla myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR: Leikfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og voru veitt verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktakeppninni. Í 1. verðlaun í höggleiknum var 20.000 kr. gjafakort í Golfbúðinni í Hafnarfirði og í 1. verðlaun í punktakeppninni var 30.000 kr. gjafakort í Fjarðarkaui; í verðlaun fyrir 2. sætið var 20.000 kr. gjafakort í Fjarðarkaupi og í verðlaun fyrir 3. sætið var 10.000 kr. gjafakort í Fjarðarkaupi. Á besta skorinu varð Guðbjörn Ólafsson, GVS á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 17:30

PGA: Nokkur stór nöfn sem ekki náðu niðurskurði á The Players 2013

Þegar maður skoðar skortöfluna rekur mann í rogastans yfir nokkrum af þeim stórstjörnum sem ekki komust í gegnum niðurskurð á The Players og þetta sýnir manni enn og aftur hversu hverful lukkan er í golfleiknum; einn daginn er viðkomandi hampað sem einum af betri kylfingum heims og fjölmiðlar halda ekki vatni yfir glæsiframmistöðu viðkomandi og þann næsta nær viðkomandi kylfingur ekki niðurskurði.  Þá er bara andvarpað og sagt: „Þetta er golf!“ Hér fara nokkur af stóru nöfnunum sem ekki komust í gegnum niðurskurð á The Players 2013: 1 Phil Mickelson – hann fékk skolla á tveimur af síðustu þremur holum sínum;  par-4 7. holuna og par-5 9. holuna og munaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 17:00

LET: Ciganda og Hull deila forystunni fyrir lokahring Turkish Airlines Ladies Open

Það eru spænski kylfingurinn Carlota Ciganda og enski nýliðinn á LET, Charley Hull sem deila forystunni fyrir lokahring Turkish Airlines Ladies Open. Báðar eru þær búnar að spila á samtals 4 undir pari, 215 höggum; Ciganda (69 74 72) og Hull (75 71 69). Charley Hull er aðeins 17 ára frá Northamptonshire og náði 3. hring upp á 69 meðan Ciganda var „aðeins“ á 1 undir pari 72 höggum. Charley var búin að fá 5 fugla á holum 1, 5, 10 13 og 14 áður en hún missti högg á 18. holu, sem var fyrir því að vera ein í forystu. „Þetta var virkilega góður hringur en ég er mjög Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 16:30

PGA Tour Wives Golf Classic

Um daginn fór fram PGA Tour Wives Golf Classics.  Reyndar fór mótið fram á Valley golfvellinum hönnuðum af Pete Dye rétt áður en The Players hófst. Þar mættu ýmsar stjörnur af PGA Tour ásamt eiginkonum í fjáröflunarmót fyrir samtök eiginkvenna PGA Tour leikmanna. Í þessu móti kepptu eiginkonurnar og voru stjörnurnar eiginmenn þeirra kylfusveinar þeirra.  Meðal þeirra sem þátt tóku voru eiginkonur Justin Rose, Jason Day og Nick Watney og nokkuð fyndið að sjá kappana með kylfusveinasvunturnar. Sjá má mynd af nokkrum þátttakendanna ásamt kylfusveinum í samantektarmyndseríu Golf Digest með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 16:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 16. sæti á NCAA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest taka þátt í NCAA Central svæðamótinu, sem fram fer í Jimmie Austin OU Golf Club, í Austin, Oklahoma dagana 9.-11. maí 2013.  Þátttakendur eru 126 frá 24 háskólum. Ólafía Þórunn lék 2. hringinn sinn í gær á 2 yfir pari, 74 höggum og var 2 fugla, 13 pör, 2 skolla og 1 skramba. Ólafía Þórunn var á besta skori golfliðs Wake Forest og er sem stendur í 16. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 146 höggum (72 74) eftir 2. dag. Golflið Wake Forest er T-14 í liðakeppninni. Lokahringurinn verður spilaður í kvöld. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á NCAA Central Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2013

Það er Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hólmfríður Lillý er fædd 11. maí 1962. Hólmfríður Lillý er móðir Ómars Sigurvins, Péturs Freys, sem stundar nám og spilar golf með golfliði Nicholls State í Louisiana og Rún, sem varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik í flokki telpna 15-16 ára árið 2011. Fjölskyldan er öll í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju daginn hér að neðan: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir (51 árs) Aðrir frægir kylfingar eru:   Blair Piercy, (kanadískur kylfingur) 11. maí 1963 (50 ára stórafmæli!!!);  Andrew Bonhomme  (ástralskur kylfingur), 11. maí 1972 (41 árs);  Michael Jancey „Briny“ Baird, 11. maí 1972  (41 árs); Juvic Pagunsan, 11. maí 1978 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 12:00

Gömul kona keyrir bíl inn á undanúrtökumót fyrir Opna bandaríska

Gömul kona villtist af leið í bíl sínum í Flórída og keyrði inn á golfvöll The Club at Emerald Hills, þar sem einmitt fór fram eitt af 113 undanúrtökumótum fyrir Opna bandaríska risamótið. Hennar varð vart þegar hún var að keyra um að par-4, 11. holunni. Þrátt fyrir þessa utanaðkomandi truflun hafði það lítil áhrif á skor þátttakenda í mótinu, en m.a.  5 leikmenn spiluðu á betra en 71 höggi og komust í II. stig undanúrslitanna.     Þeirra á meðal var Manuel Villegas, bróðir Camilo, sem var á 68 höggum og fyrrum PGA Tour leikmaðurinn, Marc Turnesa, sem var á 69 höggum. Sjá má myndskeið af því þegar konan Lesa meira