Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 17:00

LET: Ciganda og Hull deila forystunni fyrir lokahring Turkish Airlines Ladies Open

Það eru spænski kylfingurinn Carlota Ciganda og enski nýliðinn á LET, Charley Hull sem deila forystunni fyrir lokahring Turkish Airlines Ladies Open.

Báðar eru þær búnar að spila á samtals 4 undir pari, 215 höggum; Ciganda (69 74 72) og Hull (75 71 69).

Charley Hull er aðeins 17 ára frá Northamptonshire og náði 3. hring upp á 69 meðan Ciganda var „aðeins“ á 1 undir pari 72 höggum.

Charley var búin að fá 5 fugla á holum 1, 5, 10 13 og 14 áður en hún missti högg á 18. holu, sem var fyrir því að vera ein í forystu.

„Þetta var virkilega góður hringur en ég er mjög vonsvikin yfir að hafa þrípúttað á síðustu holunni. Mér hefir ekki enn tekist að ná pari á þá holu,“ sagði Hull. „Þetta var virkilega góður dagur en ég er svolítið pirruð. Maður vill spila eins vel og maður getur.“

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Turkish Airlines Ladies Open SMELLIÐ HÉR: