Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 22:45

GK: Rúnar náði í gegnum niðurskurð á Irish Amateur Open Championship!

Rúnar Arnórsson, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG taka þátt í Irish Amateur Open Championship mótinu sem fram fer á Royal Dublin á Írlandi. Þátttakendur eru 120.

Rúnar spilaði fyrstu 2 hringina á samtals 8 yfir pari 152 höggum (76 76), en erfiðar aðstæður gerðu keppendum erfitt fyrir fyrstu tvo dagana.  Rúnar komst í gegnum niðurskurð!!!

Ragnar Már Garðarsson, GKG, náði ekki í gegnum niðurskuðr að þessu sinni; spilaði á 17 yfir pari, 161 höggi (78 83).

Sjá má stöðuna eftir 2. dag Irish Amateur Open Championship með því að SMELLA HÉR: