Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 12:00

Gömul kona keyrir bíl inn á undanúrtökumót fyrir Opna bandaríska

Gömul kona villtist af leið í bíl sínum í Flórída og keyrði inn á golfvöll The Club at Emerald Hills, þar sem einmitt fór fram eitt af 113 undanúrtökumótum fyrir Opna bandaríska risamótið.

Hennar varð vart þegar hún var að keyra um að par-4, 11. holunni.

Þrátt fyrir þessa utanaðkomandi truflun hafði það lítil áhrif á skor þátttakenda í mótinu, en m.a.  5 leikmenn spiluðu á betra en 71 höggi og komust í II. stig undanúrslitanna.     Þeirra á meðal var Manuel Villegas, bróðir Camilo, sem var á 68 höggum og fyrrum PGA Tour leikmaðurinn, Marc Turnesa, sem var á 69 höggum.

Sjá má myndskeið af því þegar konan keyrði inn á undanúrslitamótið fyrir Opna bandaríska rismótið í Flórida með því að SMELLA HÉR: 

Hér má sjá mynd af 11. brautinni á  The Club at Emerald Hills, í Flórída:

11. holan á The Club at Emerald Hills

11. holan á The Club at Emerald Hills í Flórída