Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2013 | 10:30

Birgir Leifur náði ekki einu af 3 lausum sætum á Nordea Masters

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tók í  gær þátt í úrtökumóti fyrir Nordea Masters.

Það voru 100 sem kepptu um eitt af 3 lausum sætum á Nordea Masters og fór úrtökumótið fram á Sturup Park golfvelllinum í Malmö, Svíþjóð.

Birgir Leifur lék á 4 undir pari, 68 höggum og deildi 3. sætinu með 5 öðrum kylfingum.

Tveimur kylfingum, Daníel Bredberg og Robin Wingårdh hafði áður tekist að vinna sér sæti á Nordea Masters með hringjum upp á 67.

Sex kylfingar þurftu því að berjast um síðasta lausa sætið í bráðabana og þar sigraði Svíinn Niklas Lemke og því hlaut Birgir Leifur ekki keppnsrétt á Nordea Masters.

Í dag mun Birgir Leifur keppa á móti á Nordic Golf Leage mótaröðinni.

Til þess að sjá úrslitin í úrtökumótinu fyrir Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: