Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 22:30

Íslandsbankamótaröðin (1): Ólöf María, GHD, vann stelpuflokk!

Ólöf María Einarsdóttir GHD sigraði í flokki stelpna 14 ára og yngri, hún spilaði hringina tvo á 28 yfir pari,  170 höggum (83 87).

Ólöf María Einarsdóttir, GHD. Mynd: Golf 1

Ólöf María Einarsdóttir, GHD. Mynd: Golf 1

Í öðru sæti varð Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, á samtals 38 höggum yfir pari, 180 höggum (89 91) og í þriðja sæti var svo klúbbfélagi hennar Sóley Edda Karlsdóttir, GR, á samtals 47  yfir pari, 189 (92 97).

Sjá má heildarúrslit í stelpuflokki hér að neðan: 

1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 13 F 43 44 87 16 83 87 170 28
2 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 14 F 47 44 91 20 89 91 180 38
3 Sóley Edda Karlsdóttir GR 21 F 50 47 97 26 92 97 189 47
4 Sunna Björk Karlsdóttir GR 18 F 49 49 98 27 98 98 196 54
5 Hekla Sóley Arnarsdóttir GK 25 F 47 51 98 27 98 98 196 54
6 Herdís Lilja Þórðardóttir GKG 28 F 50 57 107 36 110 107 217 75