Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 23:30

Íslandsbankamótaröðin (1): Gunnhildur sigraði í stúlknaflokki eftir bráðabana

Í stúlknaflokki Íslandabankamótaraðarinnar voru 8 stúlkur skráðar til leiks og 7 luku keppni.

Sigurvegari í stúlknaflokki varð Gunnhildur Kristjánsdóttir eftir æsispennandi bráðabana við klúbbfélaga sinn í GKG  Særósu Evu Óskarsdóttur, sem varð í 2. sæti. Gunnhildur tryggði sér sigurinn á annari holu bráðabanans eftir að fyrsta holan hafði fallið á jöfnu.

Til bráðabana kom milli Særósar Evu og Gunnhildur og þar hafði Gunnhildur betur.

Til bráðabana kom milli Særósar Evu og Gunnhildur og þar hafði Gunnhildur betur. Mynd: GKG

Samtals spiluðu Gunnhildur og Særós Eva báðar á 16 yfir pari, 158 höggum; Særós Eva (76 82) og Gunnhildur (81 77).

Í 3. sæti varð Anna Sólveig Snorradóttir, GK á samtals 19 yfir pari, 161 höggi (82 79).

Sjá má úrslitin í heild hér að neðan: 

1 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 7 F 43 34 77 6 81 77 158 16
2 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 8 F 40 42 82 11 76 82 158 16
3 Anna Sólveig Snorradóttir GK 3 F 41 38 79 8 82 79 161 19
4 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 6 F 41 41 82 11 84 82 166 24
5 Helga Kristín Einarsdóttir NK 12 F 43 35 78 7 89 78 167 25
6 Bryndís María Ragnarsdóttir GK 11 F 48 41 89 18 83 89 172 30
7 Hanna María Jónsdóttir GK 15 F 46 53 99 28 89 99 188 46
8 Helena Kristín BrynjólfsdóttirForföll GKG 17 F 46 43 89 18 89 89 18