Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 16:30

Tiger kominn til Skotlands – tók æfingahring í Muirfield í morgun!

Tiger Woods var ekkert að slappa af í dag eftir að fljúga frá Bandaríkjunum til Skotlands í morgun, þar sem Opna breska (3. risamót ársins) hefst í næstu viku.

Hann tók æfingahring á Muirfield þar sem Opna breska fer fram í ár dagana 18. – 22. júlí 2013.  Sjá má auglýsingu með Tiger fyrir Opna breska með því að SMELLA HÉR: 

Tiger sem sigraði síðasta rismótstitil sinn 2006 sagði m.a. eftir æfingahringinn, sem hann spilaði með Jason Day og Dustin Johnson aðspurður að því hvernig meiddi olnboginn væri: „Ég tók mér nokkurra vikna frí, og hann (olnboginn) er ástæðan fyrir því að ég spilaði ekki og hóf ekki æfingar fyrr en í síðustu viku.  Hann (olnboginn) var fínn.  Þetta var ein af ástæðunum fyrir að ég gaf þessu tíma að gróa, þannig að ég gæti farið að spila aftur.“

Um völlinn sagði Tiger m.a.: „Hann spilast mun hraðar en ´02. Brautirnar eru eldingshraðar. Flatirnar eru ekkert sérlega hraðar en ég er viss um að þær verða það. Það hefir verið þurrt hér.  Völlurinn er harður. Við sláum langar leiðir undan vindi.“    „Ég sló 285 yarda (260 metra) með 4-járninu!“

Aðrir sem tóku æfingahringi í morgun og voru að æfa af kappi voru Vijay Singh, Pádraig Harrington, Darren Clarke, Rory McIlroy og Martin Kaymer.  Skyldi sigurvegarinn á Opna breska 2013 vera í hópi ofangreindra kylfinga.