Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 16:55

GK: Klúbbmeistararnir búa í sömu götu!

Þau Birgir Björn Magnússon og Þórdís Geirsdóttir, nýkrýndir klúbbmeistarar Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði búa við sömu götu þar , þ.e. Suðurholtinu.

Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þau komi bæði af Holtinu í Hafnarfirði, en þaðan hafa löngum góðir ef ekki bestu kylfingar Keilis átt heima.

Nokkuð sérstakt er hins vegar að þau búi í sömu götu!

Eins er sérstakt við sigurvegarana að þau eru með yngstu klúbbmeisturum í sögu Keilis; Birgir Björn er nýorðinn 16 ára og Þórdís var 14 ára þegar hún vann fyrsta klúbbmeistaratitil sinn.