Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 17:40

NK: Ingvar og Ragnhildur 5 ára pútta saman

Ingvar litli Aðalsteinsson er 5 ára en hann er þó búinn að vera í golfi frá því hann var 3 ára, þegar hann fékk fyrsta golfsettið sitt.

Svo sem sönnum herramanni sæmir bar Ingvar golfboltana fyrir Ragnhildi.  Mynd: Aðalsteinn Jónsson

Svo sem sönnum herramanni sæmir bar Ingvar golfboltana fyrir Ragnhildi. Mynd: Aðalsteinn Jónsson

Hann hefir verið að fikta í golfinu með pabba sínum, sem reyndar er í GR, en Ingvar er að fara að byrja í Nesklúbbnum.

Þar var hann einmitt í gær að æfa sig í púttunum.  Og… hann var ekki seinn að finna sætustu skvísuna á púttflötinni,  Ragnhildi, leikskólasystur sína.

E.t.v. eru þetta klúbbmeistarar framtíðarinnar – a.m.k. eru þeir flottir krakkarnir  Nesklúbbnum!!!