Magnús Birgisson, golfkennari, að kenna ungum kylfingi undirstöðuna í SNAG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Birgisson – 21. júlí 2013

Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959.

Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni )

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, flatargaflar, tí, golfkúluvarasalvar, golfhandklæði og síðast en ekki síst SeeMore pútterar en sjá má úrvalið með því að smella á bláa auglýsingu hér á Golf1.is. Eins má skoða golfvöruúrvalið með því að fara hér inn á www.hissa.is  Hissa.is flytur einnig inn hinn vinsæla SNAG útbúnað fyrir yngstu kylfinganna, sem Magnús hefir verið duglegur að kynna!

Magnús Birgisson

Magnús Birgisson að kynna SNAG

Magnús hefir látið sig útgáfumál á golfbókum varða, gaf m.a. ásamt Jóni H. Karlssyni, golfkennara, út kennsluleiðbeiningar í skólagolfi.

Af afrekum Magnúsar í golfíþróttinni mætti nefna að hann varð Norðurlandsmeistari 1979 og meistari GA 1983.

Magnús er drengjameistari Íslands 1973-1974 og piltameistari Íslands 1978. Magnús var í sveit Íslands á EM unglinga 1978-1979. Hann kenndi m.a um langt árabil hjá GKG 1994-2001 og hjá GO frá 2002. Eins var hann golfkennari um skeið hjá Golfklúbbnum Keili. Magnús lauk golfkennarnámi við PGA-golfskólann í Svíþjóð árið 2000.

Af öðrum íþróttum sem Magnús hefir tekið þátt í mætti nefna handbolta, en Magnús spilaði handbolta með meistaraflokki KA í handknattleik 1978-1983.

Magnús á 3 syni: SindraPétur og Birgi Björn, en sá síðastnefndi er nú við keppni á Íslandsbankamótaröð unglinga á Jaðarsvelli á Akureyri.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru : Jerry McGee f. 21. júlí 1943 (70 ára stórafmæli!!!) ; Paul Casey  f. 21. júlí 1977 (36 ára) og Valería Ochoa  f. 21. júlí 1979 (34 ára) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is