Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2013 | 14:00

Nick Faldo um sigurinn á Opna breska í Muirfield 1987

Nú í kvöld ræðst á Muirfield í Skotlandi, þar sem Opna breska hefir farið fram hver stendur uppi sem sigurvegari í 3. risamóti ársins.

Sir Nick Faldo sem því miður var í einu neðsta sætinu nú í ár, sigraði á Opna breska í Muirfield fyrir 26 árum, þ.e. árið 1987.

A.m.k. 1 íslenskur kylfingur, þá búsettur í Skotlandi, var staddur á Muirfield og fylgdist þar ásamt fjöldanum með gangi máli og miklu fleiri, já þúsundir fylgdust með í sjónvarpi, því BBC hefir frá 5. áratug síðustu aldar verið með beinar útsendingar frá Opna breska risamótinu í sjónvarpi.  Í ár má ætla að milljónir fylgist með Opna breska í beinni, bæði á netinu sem í áskriftarsjónvarpi víðs vegar um heiminn.

Opna breska 1987 er eftirminnilegt sakir 3 atriða: í fyrsta lagi Nick Faldo sigraði með lokahring, þar sem hann fékk 18 pör; í annan stað: Paul Azinger fékk tvo skolla á síðustu tvær holurnar og tapaði þannig. „Þetta var mitt mót“ sagði Azinger síðar „og ég tapaði því. Í þriðja lagi var veðrið í Skotlandi hræðilegt, m.ö.o. þetta var dæmigert Opið breskt risamót.  Eftir vindasaman, kaldan og niðurrigndan hring sagði golfgoðsögnin (og nú nektarfyrirsætan) Gary Player m.a.: „Ég er svo blautur að ég held að ég hafi skroppið saman svolítið.“

Opna breska 1987 er minnisstætt mót vegna þess að það markaði upphaf á tímabili Nick Faldo í golfsögunni. Eftir að hafa glutrað niður forystu á Opna breska 1983 og hafa verið dreginn upp úr háði af miskunnarlausri bresku pressunni sem m.a. kallaði hann „El Foldo“ þá vann Faldo þrjóskulega í sveiflu sinni í nokkur ár ásamt sveifluþjálfara sínum David Leadbetter. Árangurinn lét ekki á sér standa í Muirfield, þar sem „El Foldo“ vann þrátt fyrir að hafa átt í erfiðleikum með púttin. Hann varð 30 ára í vikunni sem mótið var og vann þá þann fyrsta af 6 risamótstitlum sínum, en allt í allt vann hann 3 Opin bresk risamót og 3 Mastera.  Hann varð einn sigursælasti risamótssigurvegarinn skömmu fyrir tíð Tiger.

Faldo vinnur í dag sem golffréttaskýrandi á CBS og Golf Channel.  Þegar hann var beðinn að rifja upp sigurinn á Muirfield fyrir 26 árum hafði hann eftirfarandi að segja:

Ég hafði einhvern veginn hugboð um þetta Opna. Lead og ég unnum í nokkrum atriðum vikuna fyrir mótið í Gleneagles og við töldum að ég væri að sveifla eins og ég geri best. Þetta var svolítil sálfræði þessa vikuna. Ég var var að ganga framhjá tjaldborginni sem er í risamótinu og horfði upp á eitt af gulu skiltunum og sá nafnið mitt á toppnum. Þetta kom bara til mín í huganum, ég var að ímynda mér þetta. Og ég hugsaði: ég ræð alveg við þetta. Í miðri vikunni hafði ég annað hugboð um að ég myndi vera í sjónvarpi í morgunsjónvarpsþætti í beinni frá Marine Hotel með verðlaunagripinn á borðinu fyrir framan mig. Og það var nákvæmlega það sem ég gerði mánudaginn eftir Opna breska. (Innskot: Það er sem sagt mikilvægt að sjá sjálfan sig í stöðu sigurvegari sbr. það sem frægir íþróttasálfræðingar á borð við Bob Rotella hafa reynt að segja kylfingum í bók t.a.m. á borð við Golf is not a game of perfect).

Ég man ekki mikið eftir fyrstu 2 hringjunum. Veðrið var hræðilegt. Ég held að ég hafi fengið fugl á fyrstu 3 holunum og ég var 5 undir pari eftir 36 holur. Ég spilaði með Raymond Floyd og Nick Price. Raymond kom til mín á eftir og sagði: „Vá ég get vottað það að þú lékst virkilega vel í dag vegna þess að við spiluðum í versta veðrinu fyrstu 36 holurnar, við vorum óheppnir með rástíma.“

Eitt af því sem hvatti mig var að ég varð 30 ára fyrir þetta Opna breska. Ég hugsaði með mér nú er ég orðinn 30 ára; ég verð að fara að vinna þessi risamót.  Ég er búinn með minn lærlingstíma. Ég hef verið svo nálægt því á nokkrum Opnum breskum risamótum og hef lært af því sérstaklega þegar mér mistókst 1983 (fyrir 30 árum!). Mér fannst þetta bara vera góður tími. Annað markmið sem ég hafði var að verða milljónamæringur áður en ég yrði 30 ára. Þetta Opna breska sá um það. En samt missti ég alveg af tímabili stóru seðlana í golfinu. Árið 1983 vann ég 5 mót í Evrópu og var fyrsti gæinn í Evrópu til þess að fá meira í verðlaunafé en 100.000 pund.

Við spiluðum í þoku – þetta var hreinlega baunasúpa. Boltinn varla fór nokkra leið. Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði það sem Tony Jacklin kallaði „The Cocoon.“ Nú nefnist það „The Zone.“  Hreinskilningslega, ég sá bara tvö skref fram fyrir mig. Afgangurinn var  þokukenndur vegna veðursins og að hluta til vegna þess að ég var svo spenntur og upptekinn af öllu. Ég vissi að eitt gott högg gæti þýtt sigur og eitt slæmt högg gætið kostað mig titilinn á Opna breska.  Þetta var eins og að vera á hnífsegg, ekki satt?

Ég spilaði við Azinger á laugardeginum.Ég fékk skolla á 18. holu, mér mistókst vipp sem varð til þess að ég spilaði ekki við hann á sunnudeginum. Áhorfendur studdu mig alla helgina. Ég var að spila gegn Bandaríkjamanni þannig að ég var ekki Englendingur heldur Breti. Bretar eru alltaf hvattir umfram Bandaríkjamenn í Skotlandi. Það voru sannir golfáhangendur á Muirfield þarna sem gengu völlinn með samlokum sínum og útbúnaði. Áhangendurnir og áhorfendur voru frábærir!