Íslandsmótið í höggleik 2013 – myndasería
Golf 1 tók myndir af þátttakendum á Íslandsmótinu í höggleik á 3. degi mótsins en það stóð í ár 25.-28. júlí 2013. Það er óhætt að segja að veðrið hafi verið einna best þá, þ.e. á næstsíðasta degi mótsins, 27. júlí 2013 – glampandi sólskin og blíða. Hér má sjá myndaseríu frá Íslandsmótinu í höggleik 27. júlí 2013 – SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Signý Marta Böðvarsdóttir. Signý Marta er fædd 29. júlí 1970 og er því 43 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Signý Marta er góður kylfingur og stóð sig m.a. vel í púttmótaröð GR-kvenna í vetur! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Signý Marta Böðvarsdóttir · 43 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Faulkner f. 29. júlí 1916 – d. 26. febrúar 2005; Harrison Frazar, 29. júlí 1971 (42 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira
Fyrstu myndir af dóttur Mahan
Zoe Olivia litla Mahan er varla orðin dagsgömul þá eru einhverjir grínistar farnir að birta myndir af því hvernig hún komi til með að líta út í framtíðinni. Sjá má síðuna sem birti þessar grínmyndir með því að SMELLA HÉR:
Gary Player telur að Wozniacki kunni að vera ástæðan fyrir að Rory spilar illa
Að árið 2013 sé ömurlegt golflega séð fyrir nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy er að orða það mildilega. Hinn 24 ára Rory byrjaði keppnistímabilið sem tvöfaldur risamótsmeistari og með einn stærsta auglýsingasamning sem nokkurn tímann hefir verið gerður ….. og sem gerði að skilyrði að hann notaði Nike kylfur. McIlroy og Nike kylfurnar virðast enn eiga í stríði og hann ekki að finna sig með þeim. Af þeim 3 risamótum sem búinn eru á nr. 3 enn eftir að verða meðal efstu 20 á risamóti en hann komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð á Opna breska eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð á Opna írska. Það versta Lesa meira
Inbee býr sig undir Grand Slam á Opna breska
Þegar Se Ri Pak sigraði 1998 á U.S. Women’s Open, hljóp pabbi Inbee Park fagnandi um húsið. Inbee, sem aðeins var 10 ára á þeim tíma byrjaði í golfi þá vikuna. Nú í vikunni á Inbee færi á að verða fyrsti kylfingurinn hvort heldur er karlkyns eða kvenkyns til þess að sigra 4 risamót í röð á sama árinu en aðeins 2 kylfingum hefir tekist að sigra 4 risamót í röð, bara ekki á sama árinu. Þetta eru þau Mickey Wright (1961-62) og Tiger Woods (2000-2001). „Ég hlakka virkilega til þess að fara þangað (á St. Andrews, þar sem Opna breska kvennamótið stendur yfir dagana 1.-4. ágúst í þessari viku).“ „Það Lesa meira
LET: Webb sigurvegari á European Masters
Golfdrottninginn ástralska Karrie Ann Webb sigraði á ISPS Handa Ladies European Masters, sem fram fór dagana 26.-28. júlí 2013 í Buckinghamshire golfklúbbnum í Denham, Buckinghamshire í Englandi. Þetta er í 2. sinn sem Karrie sigrar á móti LET. Webb vann með skor upp á samtals 16 undir pari, 200 höggum sléttum (68 67 65) í móti þar sem leikur hennar fór síbatnandi með hverjum hringnum. Webb, sem fædd er 21. desember 1974 og er því á 39. árinu gerðist atvinnumaður 1994 þ.e. fyrir tæpum 20 árum og hefir á atvinnumannsferli sínum sigrað í 56 mótum, þar af 39 á LPGA og og 12 á ALPG mótaröðinni áströlsku. Webb er í Lesa meira
Evrópumótaröðin: Hoey vann í Rússlandi
Það var Norður-Írinn Michael Hoey, sem stóð uppi sem sigurvegari í M2M Russian Open, sem fram fór nú um helgina á Tsleevo golfstaðnum rétt fyrir utan Moskvu í Rússlandi. Hann lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (70 67 65 70) og hlaut að launum € 166.660 (u.þ.b. 26,7 milljónir íslenskra krónar) eða „bara“ u.þ.b. 1/5 hluta af því sem Brandt Snedeker fékk fyrir sigur sinn á RBC Canadian Open, sem líka fór fram um helgina. „Ég hef algjörlega elskað þennan golfvöll þessa vikuna,“ sagði Hoey, eftir sigurinn. „Þetta er frábær Nicklaus hönnun og einn af þeim bestu sem við spilum á allt árið á túrnum. Flatirnar eru bara Lesa meira
PGA: Snedeker sigraði á RBC
Það var Brandt Snedeker sem stóð uppi sem sigurvegari á RBC Canadian Open, sem fram fór á golfvelli Glen Abbey í Ontario, Kanada. Snedeker spilaði á samtals 16 undir pari, 272 höggum (70 69 63 70). Snedeker var mjög afslappaður eftir sigurinn og saup m.a. af flösku af Molson (kanadískum bjór) á blaðamannafundinum. Hann gat ekki hætt að brosa. Snedeker talaði um hversu mikla þýðingu sigurinn hefði fyrir hann og kylfusveininn hans sem er frá Kanada að sigra á Opna kanadíska. „Ég er himinnlifandi,“ sagði Snedeker m.a. eftir sigurinn. „Þetta er mót sem ég sagði snemma á ferli mínum að mig langaði til að sigra á, vegna þess að kylfusveinninn Lesa meira
Velkomin Zoe Olivia Mahan
Zoe Olivia Mahan fæddist kl. 3:26 að staðartíma í gær (þ.e. rétt fyrir miðnætti á laugardaginn s.l. að okkar tíma). Hún er fyrsta barn Golf Boys-ins og nr. 22 á heimslistanum, Hunter Mahan og konu hans Kandi. Fæðing barnsins vakti mikla athygli því Mahan dró sig úr RBC Canadian Open mótinu eftir að hafa verið í 1. sæti þegar mótið var hálfnað eftir að hann fékk símhringingu þar sem honum var sagt frá því að kona hans, Kandi, væri komin með hríðir. Sjá má myndskeið þar sem Mahan fær símhringinguna frægu þegar hann er á æfingasvæði Glen Abbey, í Ontario, Kanada, þar sem RBC Canadian Open fór fram SMELLIÐ HÉR: Á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2013
Það er Þórdís Lilja Árnadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórdís Lilja er fædd 28. júlí 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Þórdís Lilja Árnadóttir (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Árný Lilja Árnadóttir, 28. júlí 1970 (43 ára); Steven Craig Alker, 28. júlí 1971 (42 ára); Amy Yang, 28. júlí 1989 (24 ára) ….. og …… Marta Guðjónsdóttir Hinrik Hilmarsson (55 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira









