
PGA: Snedeker sigraði á RBC
Það var Brandt Snedeker sem stóð uppi sem sigurvegari á RBC Canadian Open, sem fram fór á golfvelli Glen Abbey í Ontario, Kanada.
Snedeker spilaði á samtals 16 undir pari, 272 höggum (70 69 63 70).
Snedeker var mjög afslappaður eftir sigurinn og saup m.a. af flösku af Molson (kanadískum bjór) á blaðamannafundinum. Hann gat ekki hætt að brosa. Snedeker talaði um hversu mikla þýðingu sigurinn hefði fyrir hann og kylfusveininn hans sem er frá Kanada að sigra á Opna kanadíska.
„Ég er himinnlifandi,“ sagði Snedeker m.a. eftir sigurinn. „Þetta er mót sem ég sagði snemma á ferli mínum að mig langaði til að sigra á, vegna þess að kylfusveinninn minn er frá Kanada og þetta er Opna mót landsins hans. Þetta hafði mikla þýðingu fyrir hann og hafði mikla þýðingu fyrir mig. Þetta er 3. elsta mót á PGA mótaröðinni og það á sér frábæra sögu og nú hef ég komið nafni mínu á bikarinn og það hefir mikla þýðingu fyrir mig!“
En ætli brosið á Snedeker sé ekki líka vegna sigurlaunanna en fyrir sigurinn hlýtur hann $ 1.008.000,- (uþb. 120 milljónir íslenskra króna).
Í 2. sæti 3 höggum á eftir Snedeker voru 4 kylfingar sem allir voru á 13 undir pari, 275 höggum, en það voru: Matt Kuchar, Dustin Johnson, William McGirt og Jason Bohn.
Til þess að sjá úrslitin á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024