
Velkomin Zoe Olivia Mahan
Zoe Olivia Mahan fæddist kl. 3:26 að staðartíma í gær (þ.e. rétt fyrir miðnætti á laugardaginn s.l. að okkar tíma).
Hún er fyrsta barn Golf Boys-ins og nr. 22 á heimslistanum, Hunter Mahan og konu hans Kandi.
Fæðing barnsins vakti mikla athygli því Mahan dró sig úr RBC Canadian Open mótinu eftir að hafa verið í 1. sæti þegar mótið var hálfnað eftir að hann fékk símhringingu þar sem honum var sagt frá því að kona hans, Kandi, væri komin með hríðir. Sjá má myndskeið þar sem Mahan fær símhringinguna frægu þegar hann er á æfingasvæði Glen Abbey, í Ontario, Kanada, þar sem RBC Canadian Open fór fram SMELLIÐ HÉR:
Á sunnudaginn tilkynnti Mahan um fæðingu dóttur sinnar í gegnum twitter. Fyrsta tvítið var á þessa leið: „Þvílíkur hvirfilvindsdagur, en ég er hamingjusamur að tilkynna fæðingu dóttur minnar Zoe Olivia kl. 03:26. Takk fyrir stuðninginn!“
Á eftir kom annað tvít sem var eftirfarandi: „Bæði barni og móður heilsast vel. Þakkir til styrktaraðila minna sem gera sér grein fyrir hvað er mikilvægt í lífinu og áhangendunum fyrir að vera frábærir!“
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða