Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2013 | 20:00

Gary Player telur að Wozniacki kunni að vera ástæðan fyrir að Rory spilar illa

Að árið 2013 sé ömurlegt golflega séð fyrir nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy er að orða það mildilega.

Hinn 24 ára Rory byrjaði keppnistímabilið sem tvöfaldur risamótsmeistari og með einn stærsta auglýsingasamning sem nokkurn tímann hefir verið gerður ….. og sem gerði að skilyrði að hann notaði Nike kylfur.  McIlroy og Nike kylfurnar virðast enn eiga í stríði og hann ekki að finna sig með þeim.

Af þeim 3 risamótum sem búinn eru á nr. 3 enn eftir að verða meðal efstu 20 á risamóti en hann komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð á Opna breska eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð á Opna írska.

Það versta er að margir af kunnustu kylfingum heims hafa komið fram í fjölmiðlum og gefið sitt álit hvað sé að hjá Rory, hvenær allt lagist hjá honum og gefið misvel þeginn ráð.

Sá nýjasti er golfgoðsögnin Gary Player sem tjáði sig um Rory í viðtali við My Sporting Life.  Hans álit er einfalt. Skortur sé á stöðugleika í sambandi Rory við Caroline Wozniacki eða með hans eiginn orðum:

„Þgar maður er ástfanginn ungur maður þá vill golfið verða nr. 2.  Það er eðlilegt. Ástin er enn það besta sem gerist í lífi okkar.

En með jafnhæfileikaríkann mann og Rory þá verður hann að ganga úr skugga um að hann eigi konu eins og ég, sem hefir verið gift mér í 56 ár og sem hefir bara hvatt mig og fært fórnir. Hann verður að vera klár og finna réttu konuna. Ef hann finnur réttu konuna, ef hann æfir og ef hann helgar sig golfinu gæti hann orðið nr. 1.“

Það er hægt að „dufnerast" í gríni - en hér virðist Rory dufnerast í alvöru.  Honum virðist hundleiðast að horfa á Caroline æfa sig

Það er hægt að „dufnerast“ í gríni – en hér virðist Rory dufnerast í alvöru. Honum virðist hundleiðast að horfa á Caroline æfa sig

Það sem er að þessu áliti Player er að það eru svo margir þættir sem stuðla að góðu golfi.  Það getur verið sambandið við sína nánustu, útbúnaðurinn, sjálfsöryggið, golfsveiflan eða bara slæmur matur sem fer illa í maga. Þó tímabilið hafi verið slæmt hjá Rory þá er ekki þar með sagt að leikur hans sé týndur að eilífu.

E.t.v. hafa vandræði Rory bara að gera með afstöðu hans á golfvellinum.  Hann hefir sjálfur sagt að hann þurfi e.t.v. að leita til íþróttasálfræðings (e.t.v. manns á borð við Bob Rotella).

Hver veit hvort það er endilega sambandið við Caroline, hann virðist a.m.k. vera ánægður með henni. E.t.v. er það skortur á sjálfsöryggi, sökum þess hvernig leikur hans hefir verið s.l. 6 mánuði. Sérhver kylfingur veit að sjálfsöryggi er bráðnauðsynlegt til að vel gangi á golfvellinum. Þegar maður er beygður og er sífellt að velta fyrir sér hvað er að og sérhvert högg endar þannig að manni finnst að það geti bara ekki verið í lagi með það þá eru litlar líkur á að fá góð skor.

Það er vonandi að leikur Rory batni sem fyrst. Helst að hann sigri á PGA Championship til þess að gagnrýnisraddir og sjálfskipaðar ráðgjafaraddir þagni sem fyrst.