Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2013 | 08:00

Russell Knox á 59 á Web.com móti

Aðeins 2 vikum eftir að Will Wilcox átti hring upp á 59 á  móti Web.com mótaraðarinnar: Utah Championship, sjá frétt Golf1 þar um með því að SMELLA HÉR:   þá endurtók Russell Knox afrekið í Hillcrest Country Club á 2. hring the Albertsons Boise Open, sem var líka mót á Web.com mótaröðinni. Knox er 28 ári Skoti, sem hóf leik á 10. teig og byrjaði á að fá fugl þegar á 10. holu. Síðan fékk hann 4 pör í röð áður en hann lék síðustu 4 holurnar á fyrri 9 á 4 undir pari.  Hann átti síðan æðislegar seinni 9 (sem eru fyrri 9  í Hillcrest CC)  fékk fyrst par á 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 22:30

GOB: Einhentur kylfingur – Sigurbjörn Theodórsson – fór holu í höggi!!!

Einhentur kylfingur, Sigurbjörn Theodórsson, GOB, fór holu í höggi á 9. holu Bakkakotsvallar í síðustu viku. Sjá má frétt RÚV um afrek Sigurbjörns með því að SMELLA HÉR:  Ás Sigurbjörns náðist á upptöku, því upptökuvélar eru við 9. holu Bakkakotsvallar. Sjá má upptökuna með því að SMELLA HÉR:  Golf 1 óskar Sigurbirni innilega til hamingju með draumahöggið! Þess mætti kannski til viðbótar og að síðustu geta að Sigurbjörn vann sinn flokk í meistaramóti GOB 2013, en sjá má frétt um það hér á Golf1 (næsta frétt á eftir þessari). Sigurbjörn er því ofan á allt saman klúbbmeistari öldunga í GOB!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 22:30

GOB: Eyþór Ágúst og Sigríður Ingibjörg klúbbmeistarar 2013

Meistaramót Golfklúbbs Bakkakots (GOB) fór fram dagana 17.-20. júlí 2013. Það voru alls 48 sem luku keppni, þar af 9 kvenkylfingar. Klúbbmeistarar GOB 2013 eru Eyþór Ágúst Kristjánsson í karlaflokki og Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir í kvennaflokki. Golf 1  birti frétt um klúbbmeistarana fyrir rúmri viku eða 21. júlí kl. 15:30, en þá var hvergi að finna mynd af þeim.  Nú er komin þessi fína mynd af Eyþóri og Ingu inn á heimasíðu GOB og verður meistaramótsfréttin því birt að nýju. Eyþór Ágúst, sem jafnframt er formaður vallarnefndar hjá GOB,  lék hringina 4 á samtals 7 yfir pari, 287 höggum (67 71 75 74) og átti 13 högg á næsta mann, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 21:30

Golfgrín á þriðjudegi

Hjón nokkur spiluðu saman golf á hverjum degi. Dag einn voru maðurinn og kona hans  á fyrsta teig. Hann spilaði af hvítum teig og hún beið fyrir framan á rauðum teig. Eiginmaðurinn tíaði upp og sló hið fullkomna golfhögg, hitti boltann fullkomlega, en því miður lenti höggið beint aftan til í höfuð konu hans og lést hún samstundis. Hún féll á grúfu á rauða teignum og vissi líklegast aldrei hvað hitti hana. Þegar fram fór rannsókn á dauða eiginkonunnar sagði réttarlæknirinn að það væri fullkomlega ljóst hver dánarorsökin væri, golfboltinn hefði dregið hana til dauða, en honum hefði verið slegið af miklu afli í höfuð hennar, en dæld var eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Bergsteinn Hjörleifsson, formaður Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Bergsteinn er fæddur 30. júlí 1962 og á því 51 árs afmæli í dag. Hann hefir verið formaður Golfklúbbsins Keilis óslitið frá árinu 2004. Fjölskylda Bergsteins er mikið í golfi m.a. bróðir hans Magnús og sonur Bergsteins, Hjörleifur, sem aðallega hefir verið að draga fyrir bróður sinn á Áskorendamótaröðinni í ár, en keppti áður m.a. á Eimskipsmótaröðinni en þá var afmæliskylfingurinn duglegur að draga. Auk þess hefir Bergsteinn tekið þátt í fjölda opinna móta með góðum árangri. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Graeme McDowell 30. júlí 1979  (34 ára);  Justin Rose, 30. júlí 1980 (33 ára);  Nino Bertasion, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 20:30

Eimskipsmótaröðin (4): Stefán Þór sá eini sem fór holu í höggi á Íslandsmótinu

Stefán Þór Bogason, GR, var sá eini sem fór holu í höggi á nýafstöðnu Íslandsmóti í höggleik, á Korpunni. Höggið góða sló hann á par-3 13. braut (4. braut Ár-lykkju Korpunnar), sem er 128 metra. Ásinn kom á lokahringnum, en hringinn lék Stefán Þór á 2 yfir pari, 73 höggum. Alls var Stefán Þór á 17 yfir pari, 301 höggi (78 75 75 73) og hafnaði í 30.-32. sæti á Íslandsmótinu. Þetta er í 2. skipti í sumar sem kylfingur fer holu í höggi á 4. braut Ár-lykkju Korpunnar. Golf 1 óskar Stefáni Þór til hamingju með draumahöggið!    

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 19:45

GK: Búið að velja A sveitir karla og kvenna sem keppa í Sveitakeppni GSÍ

Nú styttist í Sveitakeppni GSÍ, enn hún fara fram dagna 16.-18. ágúst. Karlasveitin leikur á heimavelli  á Hvaleyrinni en konurnar sækja Suðurnesjakonur heim í þetta skiptið. Eins og við er að búast eru sveitir Keilis geysisterkar bæði í kvenna og karlaflokki og var valið erfitt hjá kennurum Keilis í ár. A sveitir Keilis eru skipaðar eftirtöldum kylfingum:   Karlar Axel Bóasson Rúnar Arnórsson Björgvin Sigurbergsson Birgir Björn Magnússon Gísli Sveinbergsson Benedikt Sveinsson Sigurður Gunnar Björgvinsson Henning Darri Þórðarson Konur Guðrún Brá Björgvinsdóttir Anna Sólveig Snorradóttir Signý Arnórsdóttir Tinna Jóhannssdóttir Þórdís Geirsdóttir Högna Knútsdóttir Sara Margrét Hinriksdóttir Saga Ísafold Arnarsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 15:00

Heimslistinn: Hoey upp um 118 sæti!!!

Norður-Írinn Michael Hoey var fyrir M2M Russian Open mótið í 293. sæti heimslistans. Eftir sigur í mótinu er hann kominn á topp-200 listann og gott betur því hann er nú í 175. sæti, en hann fer upp um heil 118 sæti!!! Þó Brandt Snedeker hafi sigrað á RBC Canadian Open stendur hann í stað á heimslistanum, er eftir sem áður í 6. sæti. Staða efstu kylfinga á heimslistanum er óbreytt; Tiger er í 1. sæti; Phil Mickelson er í 2. sæti og Rory McIlroy er í 3. sæti. Síðan fer  Justin Rose upp í 4. sætið  en að sama skapi er Adam Scott kominn niður í 5. sætið. Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 08:45

Golfútbúnaður: Nýju MP-54 Mizuno járnin

Mizuno kynnir í þessari viku nýju MP-54 járnin sem að sögn fyrirtækisins og er conceptið „hefðbundið en samt sem áður aggressívt.“ Í miðju kylfublaðs MP-54 er holrúm (ens. a milled pocket cavity) í mið- og löngu járnunum til þess að bæta horn höggsins (ens. launch angle). Fremri hluti kylfuandlitsins er þykkra á MP-54  til þess að auka stöðugleika þegar blaðið hittir boltann og herma þar með eftir hefðbundnu blaði. „Við vitum af rannsóknum okkar kylfan veitir kylfingum þessa mjúku tilfinningu,“ sagði David Llewellyn, yfirmaður rannsókna og þróunar á golfkylfum hjá Mizuno í Bandaríkjunum. „Með þessari hönnun er markmiðið að bæta gæði og endingu endurgjafar (fyrir kylfinga).“ Mizuno MP-54 járnin koma Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 07:15

Stelpurnar yfirtaka St. Andrews

Konum er bannað að gerast félagar í The Royal & Ancient golfklúbbnum í St. Andrews, Skotlandi, vöggu golfíþróttarinnar. Hins vegar fá konur að spila velli St. Andrews og af og til eru stórmót golfíþróttarinnar haldin þar. Svo er einmitt nú, en á fimmtudaginn 1. ágúst n.k. hefst þar 4. risamót ársins í kvennagolfinu: Ricoh Women´s British Open. Nokkrar af bestu kvenkylfingum heims létu taka mynd af sér í gær á hinni frægu Swilken brú í St. Andrews. Þar fremst í flokki var nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga; Inbee Park, sem á færi á að ná fyrst bæði karla og kvenna að vinna 4. risamótið í röð á sama árinu.  Hún Lesa meira