Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 22:30

GOB: Einhentur kylfingur – Sigurbjörn Theodórsson – fór holu í höggi!!!

Einhentur kylfingur, Sigurbjörn Theodórsson, GOB, fór holu í höggi á 9. holu Bakkakotsvallar í síðustu viku.

Sjá má frétt RÚV um afrek Sigurbjörns með því að SMELLA HÉR: 

Ás Sigurbjörns náðist á upptöku, því upptökuvélar eru við 9. holu Bakkakotsvallar.

Sjá má upptökuna með því að SMELLA HÉR: 

Golf 1 óskar Sigurbirni innilega til hamingju með draumahöggið!

Þess mætti kannski til viðbótar og að síðustu geta að Sigurbjörn vann sinn flokk í meistaramóti GOB 2013, en sjá má frétt um það hér á Golf1 (næsta frétt á eftir þessari). Sigurbjörn er því ofan á allt saman klúbbmeistari öldunga í GOB!!!