Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 20:30

Eimskipsmótaröðin (4): Stefán Þór sá eini sem fór holu í höggi á Íslandsmótinu

Stefán Þór Bogason, GR, var sá eini sem fór holu í höggi á nýafstöðnu Íslandsmóti í höggleik, á Korpunni.

Höggið góða sló hann á par-3 13. braut (4. braut Ár-lykkju Korpunnar), sem er 128 metra.

Ásinn kom á lokahringnum, en hringinn lék Stefán Þór á 2 yfir pari, 73 höggum.

Alls var Stefán Þór á 17 yfir pari, 301 höggi (78 75 75 73) og hafnaði í 30.-32. sæti á Íslandsmótinu.

Þetta er í 2. skipti í sumar sem kylfingur fer holu í höggi á 4. braut Ár-lykkju Korpunnar.

Golf 1 óskar Stefáni Þór til hamingju með draumahöggið!