Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 15:00

Heimslistinn: Hoey upp um 118 sæti!!!

Norður-Írinn Michael Hoey var fyrir M2M Russian Open mótið í 293. sæti heimslistans. Eftir sigur í mótinu er hann kominn á topp-200 listann og gott betur því hann er nú í 175. sæti, en hann fer upp um heil 118 sæti!!!

Þó Brandt Snedeker hafi sigrað á RBC Canadian Open stendur hann í stað á heimslistanum, er eftir sem áður í 6. sæti.

Staða efstu kylfinga á heimslistanum er óbreytt; Tiger er í 1. sæti; Phil Mickelson er í 2. sæti og Rory McIlroy er í 3. sæti.

Síðan fer  Justin Rose upp í 4. sætið  en að sama skapi er Adam Scott kominn niður í 5. sætið.

Sjá má heimslistann í heild með því að SMELLA HÉR: