Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2013 | 08:00

Russell Knox á 59 á Web.com móti

Aðeins 2 vikum eftir að Will Wilcox átti hring upp á 59 á  móti Web.com mótaraðarinnar: Utah Championship, sjá frétt Golf1 þar um með því að SMELLA HÉR:   þá endurtók Russell Knox afrekið í Hillcrest Country Club á 2. hring the Albertsons Boise Open, sem var líka mót á Web.com mótaröðinni.

Knox er 28 ári Skoti, sem hóf leik á 10. teig og byrjaði á að fá fugl þegar á 10. holu. Síðan fékk hann 4 pör í röð áður en hann lék síðustu 4 holurnar á fyrri 9 á 4 undir pari.  Hann átti síðan æðislegar seinni 9 (sem eru fyrri 9  í Hillcrest CC)  fékk fyrst par á 1. holu (10. holu sína) en fylgdi því síðan með erni á 2. holu og 5 fuglum í röð þar á eftir og lauk hringnum á 2 pörum.  Á holum nr. 15 til 7 var hann á 11 undir pari. Hér er skorkortið hans:

Screen Shot 2013-07-26 at 10.22.40 PM

Knox sagði í viðtali við Garry Smits á the Florida Times-Union  að sér hefði fundist að hann myndi ná lágu skori, en aldrei í lífinu hefði honum dottið í hug að hann myndi ná „tölunni“ (þ.e. 59 og brjóta 60).

 „Maður sér aldrei fyrir að skorið verði 59″ sagði maðurinn frá Inverness við Times-Union í símaviðtali. „En mér fannst eins og þetta myndi verða góður hringur.  Ég sá bara fyrir í huga mér að ég myndi leika vel þá vikuna.“

Knox var á 69 á fyrsta hring sínum í mótinu og var 14 undir pari og á 128 höggum fyrir helgina. Hann varð hins vegar langt frá 1. sætinu. Kevin Tway sigraði.  Russell Knox deildi 12. sætinu samtals á 19 undir pari 265 höggum (69 59 68 69).  Allir hringir undir 70 en samt varð Knox  „aðeins“ í 12. sæti. Sigurskorið hjá Tway var upp á samtals 23 undir pari – 4 höggum betra en hjá Knox. Hann (Tway) vann auk þess Spencer Levin á 1. holu í bráðabana en þeir báðir voru á 23 undir pari. Skorin eru stöðugt að verða lægri og meira um að kylfingar séu stöðugir í lágu skorunum.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

„Ég er ánægður með hvernig ég hef verið að spila undanfarna mánuði,“ sagði Knox. „Ég hef fulla trú á að eitthvað gott muni gerast.“

En jafnvel þó Knox hafi „aðeins“ lent í 12. sæti í mótinu, þá er hann samt aðeins 5. leikmaðurinn í sögu Web.com til þess að vera á 59 höggum í móti.   Hér er listinn yfir þá sem náð hafa að brjóta 60 í sögu Web.com mótaröðinni: (eða Nike mótaröðinni eins og hún hét 1998 og Nationwide.com eins og hún hét 2005):

  • Notah Begay III, 1998 Dominion Open
    Doug Dunakey, 1998 Miami Valley Open
    Jason Gore, 2005 Cox Classic
    Will Wilcox, 2013 Utah Championship
    Russell Knox, 2013 Albertsons Boise Open

Svona að lokum: Að vera á skori á hring upp á 59 högg mun ævinlega verða álitið frábært afrek eða hvað? Erum við að koma að þeim stað í golfsögunni þar sem 59 er ekkert svo sérstakt, þar sem það er að verða algengara skor?  Er skor upp á 59 hið nýja 61?  Tveir leikmenn Web.com með 59 á innan við 2 vikna millibili.  Svo er á það að líta að Golf1.is var fyrst allra golffréttamiðla hérlendis með fréttina af Massie sem að vísu lék ekki á Web.com, heldur einni af minni mótaröðum í Bandaríkjunum (Mini Tour) og var með skor upp á 56, þrátt fyrir að hafa verið með víti á hringnum.  Sjá fréttina með því að SMELLA HÉR: