Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2013 | 21:30

Golfgrín á þriðjudegi

Hjón nokkur spiluðu saman golf á hverjum degi.

Dag einn voru maðurinn og kona hans  á fyrsta teig. Hann spilaði af hvítum teig og hún beið fyrir framan á rauðum teig.

Eiginmaðurinn tíaði upp og sló hið fullkomna golfhögg, hitti boltann fullkomlega, en því miður lenti höggið beint aftan til í höfuð konu hans og lést hún samstundis.

Hún féll á grúfu á rauða teignum og vissi líklegast aldrei hvað hitti hana.

Þegar fram fór rannsókn á dauða eiginkonunnar sagði réttarlæknirinn að það væri fullkomlega ljóst hver dánarorsökin væri, golfboltinn hefði dregið hana til dauða, en honum hefði verið slegið af miklu afli í höfuð hennar, en dæld var eftir boltann aftan til á höfði konunnar.

Aðspurður játaði eiginmaðurinn: „Já, það var boltinn minn.“

Réttarlæknirinn varð  áhyggjullur þegar hann fann annan golfbolta í bakhluta eiginkonunnar – gæti eiginmaðurinn varpað ljósi á það?

Maðurinn sagði: „Ó, það hlýtur að hafa verið varaboltinn minn. Ég var að  furða mig á hvert hann hefði farið!!!“

Þessi brandari er tekinn af heimasíðu PGA, þar sem kylfingar voru beðnir að senda inn bestu golfbrandara sína. Einungis voru birtir óklúrir brandarar.  Þetta var auk þess eini golfbrandarinn á þeirri síðu, sem ekki hefir áður birtst á Golf1.is  Fyrir þá sem misst hafa af einhverjum brandaranna hér á Golf1 þá má lesa þá aftur hér á síðu PGA SMELLIÐ HÉR: