Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2021 | 07:33

LPGA: Jin Young Ko sigraði eftir bráðabana við Hee Jeong Lim á BMW Ladies Championship

Það var Jin Young Ko sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW Ladies Championship, sem fram fór í Busan, S-Kóreu 21. -24. október.

Eftir hefbundinn leik var allt jafn milli Ko og Hee Jeong Lim, sem búin var að vera í forystu mestallt mótið; báðar höfðu spilað keppnishringina 4 á samtals 22 undir pari, 266 höggum.

Það varð því að koma til bráðabana milli Ko og Lim, þar sem Ko hafði betur.

Þær stöllur Ko og Lim báru höfuð og herðar yfir aðra keppendur og þær sem næstar þeim komu og deildu 3. sætinu – Lydia Ko, A Lim Kim, Da Yeon Lee og Na Rin An – voru heilum 5 höggum á eftir.

Sigurvegarinn, Jin Young Ko, er fædd 7. júlí 1995 og því 26 ára. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2013. Þessi sigur er 11. sigur Ko á LPGA og 22. sigur hennar, sem atvinnumanns.

Sjá má lokastöðuna á BMW Ladies Championship með því að SMELLA HÉR: