Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2021 | 07:44

Evróputúrinn: Winther í forystu f. lokahringinn á Mallorca Golf Open

Það er Daninn Jeff Winther sem er í forystu fyrir lokahringinn á Mallorca Golf Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Winther átti glæsilegan 3. hring, sem skaut honum upp í toppsætið – kom í hús á 62 höggum!

Winther er samtals búinn að spila á 15 undir pari og á 2 högg á heimamanninn, Jorge Campillo, sem leiddi í hálfleik.

Spænski kylfingurinn Alvaro Quiros og Daninn Sebastian Söderberg deila síðan 3. sætinu, báðir á samtals 12 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á Mallorca Golf Open með því að SMELLA HÉR: