Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ricardo Gonzáles – 24. október 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Ricardo Gonzales.

Hann fæddist 24. október 1969 í Corrientes, Argentínu og á því 52 ára afmæli í dag.

Gonzales gerðist atvinnumaður í golfi 1986 og á að baki 24 sigra, þ.á.m. 2 á Áskorendamótaröð Evrópu og 4 sigra á Evróputúrnum.

Gonzales er sá elsti í sögu Evróputúrsins til þess að komast í gegnum úrtökumót en það var 2016, en þá var Gonzales 47 ára.

Besti árangur Gonzales í risamótum er T-10 árangur á PGA Championship árið 2002.

Í dag býr Gonzales í Rosario í Argentínu.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ann „Margie” Masters, 24. október 1934 (87 ára); Ian Michael Baker Finch, 24. október 1960 (61 árs); Christopher Baryla, kanadískur, 24. október 1982 (39 ára) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is