Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2021 | 07:21

PGA: Matsuyama sigraði á ZOZO

Það var heimamaðurinn, Hideki Matsuyama, sem sigraði á ZOZO Championship.

Sigurskor Hideki var 15 undir pari, 265 högg (64 68 68 65).

Hideki Matsuyama er fæddur 25. febrúar 1992 og því 29 ára. Þetta er 7. sigur hans á PGA Tour.

Matsuyama átti heil 5 högg á þá Cameron Tringale og Brendan Steele, sem deildu 2. sætinu á samtals 10 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á ZOZO Championship með því að SMELLA HÉR: