Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2021 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea & félagar í 3. sæti og Hulda Clara & félagar í 5. sæti á Colonel Wollenberg Ptarmigan Ram Classic

Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í Denver University tóku þátt í Colonel Wollenberg Ptarmigan Ram Classic mótinu.

Mótið fór fram dagana 18.-19. október sl. í Ptarmigan CC, í Fort Collins, Colorado.

Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum.

Andrea varð T-12 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 72 77) og lið hennar Colorado State varð í 3. sæti.

Hulda Clara varð T-26 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (77 74 76). Lið hennar, Denver varð í 5. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Colonel Wollenberg Ptarmigan Ram Classic SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Huldu Clöru og Denver er 23. janúar 2022, en næsta mót Andreu og Colorado er 7. febrúar í Boca Raton, Flórída.